Útlit fyrir mikla rigningu

Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu á Eyjafjallajökli á morgun, sunnudag.

Spáin hljóðar uppá að rigni frá kl. 9 í fyrramálið og alveg fram til kl. 17. Á tímabilinu milli kl. 11 og 15 er spáð allt að 10 millimetra úrkomu á klukkustund. Reiknað er með að skilin fari yfir jökulinn á tímabilinu milli kl. 10 og 12 en þá má reikna með að vindhraði verði allt að 20 metrar á sekúndu á fjallinu og að úrkoma verði áköfust þegar skilin fara yfir.

Í tilkynningu frá Almannavörnum er sagt ljóst að vöxtur verður í ám umhverfis jökulinn fram á kvöld. Ástæða er til að minna þá sem eru á ferð yfir óbrúaðar ár að gæta varúðar.

Fyrri greinSelfossstelpur Íslandsmeistarar í 3. flokki
Næsta greinÁrborg tók bronsið