Útlendingar róa meira

Hægt er að fara á kayak á Stokkseyri. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Svanfríðar Louise Jones, hjá Kajakferðum á Stokkseyri, hefur gengið mjög vel að bóka í ferðir sumarsins.

,,Þetta er bara meira en glæsilegt og gos hafði ekki hafa nein áhrif á bókanir hjá okkur,” sagði Svanfríður. Svo virðist sem markaðsstarf fyrirtækisins sé að skila sér en félagið er í sam­starfi við innlendar og erlendar ferða­skrifstofur um bókanir auk eigins sölustarfs.

Að sögn Svan­fríðar hafa orðið nokkrar breyt­ingar á samsetningu ferðamanna og eru nú erlendir ferðamenn í meirihluta. Taldi hún hlutfall þeirra vera komið í um 60% gesta.

Félagið býður upp á kajakferðir á lónum og tjörnum við Stokkseyri og auk Svanfríðar eru tveir fastráðnir starfsmenn þar.