Útlendingar að flýta sér

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði sex bifreiðar fyrir of hraðan akstur í gær, við hefðbundið umferðareftirlit.

Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn á bílaleigubílum. Sá sem hraðast ók var tekinn á 127 kílómetra hraða skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Allir ökumenn greiddu sektir sínar á staðnum og hljóðuðu þær alls upp á 225 þúsund krónur.