Útiljósmyndasýningin komin upp

Útiljósmyndasýningin 860+ var opnuð formlega síðastliðinn laugardag í miðbæ Hvolsvallar. Sýningin hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár og setja myndirnar skemmtilegan svip á miðbæinn og laðar að innlenda og erlenda gesti.

Myndirnar á sýningunni eru teknar af áhugaljósmyndurum frá Rangárþingi eystra og vísar heitið 860+ í póstföngin í sveitarfélaginu.

Það var Kristín Leifsdóttir sem opnaði sýninguna formlega fyrir hönd hópsins sem stendur að sýningunni. Ísólfur G. Pálmason sveitarstjóri þakkaði ljósmyndahópnum fyrir þeirra framlag og góða samvinnu sveitarfélagsins og ljósmyndaklúbbsins.

Á sýningunni eru einstaklega fallegar og táknrænar myndir fyrir sveitarfélagið sem gleðja augað.