Útigangsmaðurinn unir úrskurðinum

Útigangsmaðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í fjórar vikur eftir að hafa ítrekað kveikt í rusli við hús á Selfossi ætlar að una úrskurðinum í þetta skiptið.

Hálfum mánuði fyrr hafði Héraðsdómur Suðurlands dæmt manninn í gæsluvarðhald en Hæstiréttur hnekkti úrskurðinum eftir að maðurinn áfrýjaði honum.

Maðurinn losnaði því úr haldi og á þessum tæpa hálfa mánuði sem hann gekk laus bar hann meðal annars eld að lögreglustöðinni á Selfossi og ruslatunnu við KFC.