Útibú TM og Landsbankans á Selfossi sameinuðust þann 1. júlí síðastliðinn, undir einu þaki í Landsbankahúsinu við Austurveg 20. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér trygginga- og bankaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn opnaði fyrst útibú á Selfossi árið 1918 og það hefur lengi verið eitt af stærstu útibúum bankans. Eftir sameiningu vinna 20 manns í útibúinu á Austurvegi 20 á Selfossi, en þar af eru 4 í sumarstarfi. Auk þess eru starfsstöðvar í Reykholti og í Þorlákshöfn og þar vinna 2 á hvorum stað. Útibússtjóri sameinaðs útibús er Nína G. Pálsdóttir.
„Starfsfólkið leggur mikið kapp á að veita viðskiptavinum í Árnessýslu, gestum og gangandi framúrskarandi banka- og tryggingaþjónustu. Með því að sameina útibú TM og Landsbankans getur starfsfólk TM og Landsbankans unnið hlið við hlið og getur þannig veitt enn betri og fjölbreyttari þjónustu,“ segir í fréttatilkynningu.

