Útgerðarfélag í Hveragerði fær ekki byggðakvóta

Útgerðarfélagi, sem skrásett er með lögheimili í Hveragerði, var neitað um byggðakvóta við síðustu úthlutun. Kemur fyrir ekki þótt umræddur bátur sé skráður í Þorlákshöfn.

Við úthlutun byggðakvótans margumrædda eru þessir aðilar skildir útundan þar sem lögheimilisskráning útgerðarinnar í sjávarbyggð er gerð að skilyrði.

„Mér finnst allt ruglið í kringum byggðakvótann alveg hreint með ólíkindum en á flestum stöðum veldur úthlutun hans sveitarstjórnarmönnum miklu hugarangri. Það að örfá sveitarfélög skuli síðan vera sniðgengin þegar þessum brauðmolum er úthlutað er gjörsamlega óþolandi. Hvers vegna mega íbúar í Hveragerði ekki eiga úterð og njóta þeirra gæða sem ríkisstjórnin úthlutar?“ spyr Aldís Hafsteinsdóttir í pistli á bloggsíðu sinni.

Fyrri greinSelfyssingar á sólarströnd
Næsta greinVefir Árborgar í hendur Endor