Útflutningur að eflast á ný

,,Það er mjög gott útlit fyrir ferðaþjónustuna í sumar og ég heyri ekki annað en að það sé allt fullbókað hér á hótelunum í kring,” sagði Þórir Kjartansson, fram­kvæmda­stjóri Víkurprjóns, í Vík í Mýrdal.

Að sögn Þóris varð ágæt veltuaukning á milli áranna 2009 og 2010 hjá Víkurprjóni og væntingar eru um góða sölu á þessu ári. Um 70% af tekjum Víkurprjóns tengjast ferðamönnum.

Auk þess hefur útflutningur Víkurprjóns verið að aukast á ný og sagði Þórir að hann hefði fengið fyrirspurnir frá stórum japönskum heildsala fyrir skömmu sem gæfu vonir um útflutning þangað. ,,Eftir að krónan lækkaði á ný hafa skapast tækifæri fyrir útflutning á ný.”