Útey innkallar taðreyktan silung

Reykhúsið Útey ehf. hefur innkallað taðreyktan silung vegna bakteríunnar „Listeria monocytogenes“, sem greindist yfir viðmiðunarmörkum við lok líftíma vörunnar.

Innköllunin nær til dagsetningarinnar „Síðasti neysludagur 10.11.2011″ og á því ekki að vera á markaði lengur, segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Neytendur sem hafa í fórum sínum, í kæli eða frysti, pakkningar með ofangreindri dagsetningu eru beðnir að neyta ekki vörunnar. Hægt er að skila vörunni með því að hafa samband við Reykhúsið Útey í síma 896 2684. Umrædd vara hefur sem fyrr segir verið tekin af markaði.

„Listeria monocytogenes“ getur valdið matarsýkingum hjá áhættuhópum en það eru barnshafandi konur og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.

Fyrri greinBuster þefaði upp'sveita hass
Næsta greinJólaljósin kveikt í Árborg