Utanvegaakstur innanbæjar í Hveragerði

Lögreglan á Selfossi kærði sautján ökumenn fyrir umferðarlagabrot í síðustu viku, þar af þrjá fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur.

Einn þeirra var færður í fangageymslu á meðan rannsókn fór fram á akstri hans eftir göngustíg við Varmá í Hveragerði og út fyrir hann þar sem hann svo festi bifreiðina eftir að valdið skemmdum á gróðri.

Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn undir stýri að reyna að losa bifreiðina. Hann var var yfirheyrður um atvikið en hafði fátt um það að segja.