Utanaðkomandi bjargir halda heim frá Austfjörðum

Ljósmynd/Landsbjörg

Í dag hélt heim á leið flest af því björgunarfólki sem fór til Austfjarða í vikunni til aðstoðar heimamönnum. Í hópnum voru meðal annars aðgerðastjórnendur, öryggistjórar, undanfarar, hundateymi og almennt björgunarfólk.

Björgunarfólk af öllu landinu kom til aðstoðar heimamönnum á Austurlandi en meðal annars sendu sveitirnar á Hellu, Laugarvatni, Eyrarbakka, í Grímsnesi og Hveragerði fólk á vettvang.

Eins og gera má ráð fyrir voru björgunaraðgerðirnar viðamiklar og aðgerðastjórnendur hafa haft í mörg horn að líta undanfarna daga.

Myndin með fréttinni var tekin á Egilstaðaflugvelli í dag, með áhöfn vélar Icelandair sem flutti hópinn til Reykjavíkur.

Fyrri greinVið berum ábyrgðina, saman
Næsta greinDeildarkeppninni lokið og umspil framundan