UT-deild Árborgar lögð niður

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrem­ur af fimm starfs­mönn­um upp­lýs­inga­tæknideild­ar sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar hef­ur verið sagt upp. Deild­in verður lögð niður en þeir tveir sem halda starfi sínu munu sjá um sta­f­ræn­ar lausn­ir Árborg­ar.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Berglindi Harðardóttur, mannauðsráðgjafa hjá Árborg, að á fundi bæjarráðs í júní hafi verið ákveðið að ráðast í skipu­lags­breyt­ingu á upp­lýs­inga­tækni­deildinni.

„Ákveðið var að leggja upp­lýs­inga­tækni­deild niður og bjóða út þann hluta deild­ar­inn­ar sem snýr að rekstri tölvu­kerfa og þjón­ustu við þau,“ segir Berglind en starfsmennirnir sem sagt var uppp störfuðu við rekst­ur og þjón­ustu við tölvu­kerfi sveit­ar­fé­lags­ins.

„Eft­ir stend­ur þá deild sta­f­rænn­ar þjón­ustu, en sú deild mun sjá um að inn­leiða sta­f­ræn­ar lausn­ir fyr­ir rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins, hafa um­sjón með vef og auk þess hafa eft­ir­lit með rekstr­ar­samn­ingi á tölvu­kerf­um og hýs­ingu á þeim.“

Fyrri greinSpænskur bakvörður til Þórsara
Næsta greinÆgir upp í 2. sætið