Úrslitin ljós fyrir miðnætti

Mýrdalurinn. Ljósmynd/Sveitarfélagið Suðurland

Í dag er kosið um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps.

Kjörstaðir eru í Ásgarði í Ásahreppi, grunnskólanum á Hellu, Hvolnum á Hvolsvelli, Heimalandi undir Eyjafjöllum, Víkurskóla í Vík og Kirkjubæjarskóla á Klaustri.

Atkvæði verða talin á hverjum stað fyrir sig og hefst talning þegar síðustu kjörstaðir loka, klukkan 22 í kvöld.

Úrslit kosninganna verða birt á heimasíðu og Facebooksíðu verkefnisins og á heimasíðum sveitarfélaganna, um leið og þau liggja fyrir. Að sögn Ant­ons Kára Hall­dórs­sonar, formanns sam­starfs­nefnd­ar um Sveit­ar­fé­lagið Suður­land, er búist við að það verði á milli klukkan ellefu og tólf í kvöld.

Fyrri greinNýliðakynning hjá BFÁ á þriðjudag
Næsta greinÞórhallur kvaddur eftir farsælt starf