Úrslit í jólaskreytingasamkeppni Árborgar

Miðbær Selfoss. Ljósmynd/arborg.is

Sem fyrr verðlaunaði Sveitarfélagið Árborg fallega jólaskreyttar byggingar í sveitarfélaginu. Út frá aðsendum tilnefningum voru þrjú íbúðarhús, eitt fjölbýlishús og eitt fyrirtæki verðlaunuð fyrir fallegar skreytingar.

Þau heimili sem hlutu flestar tilnefningar voru Tröllhólar 3 á Selfossi hjá Jóni Karli Jónssyni og Önnu Dóru Ágústsdóttur, Túngata 50 á Eyrarbakka hjá Sævari Halldórssyni og Höllu Guðlaugu Emilsdóttur og Strandgata 10 á Stokkseyri hjá Gunnari Guðsteini Gunnarssyni Strönd og Hafdísi Sigurjónsdóttur Strönd.

Eitt fjölbýlishús var verðlaunað en það var Austurvegur 51 á Selfossi og Sigtún þróunarfélag fékk verðlaun sem best skreytta fyrirtækið í Miðbæ Selfoss.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, afhendir Guðjóni Arngrímssyni, fyrir hönd Sigtúns þróunarfélags verðlaunin. Ljósmynd/arborg.is
Austurvegur 51. Ljósmynd/arborg.is
Sigurður Þór Sigurðsson, formaður húsfélagsins Austurvegi 51. Ljósmynd/arborg.is
Strandgata 10. Ljósmynd/arborg.is
Gunnar og Hafdís á Strandgötu 10. Ljósmynd/arborg.is
Túngata 50. Ljósmynd/arborg.is
Halla Guðlaug Emilsdóttir á Túngötu 50. Ljósmynd/arborg.is
Tröllhólar 3. Ljósmynd/arborg.is
Jón Karl og Anna Dóra Tröllhólum 3. Ljósmynd/arborg.is
Fyrri greinJóndi jákvæður í dag
Næsta greinJanus Daði einnig smitaður