Úrslit í hugmyndasamkeppni kynnt á morgun

Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði. Ljósmynd/Aðsend

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020  til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin.

Leitast var eftir tillögum að heildarskipulagi sem innifelur m.a. endurnýjun á núverandi húsnæði Heilsustofnunar í áföngum, að hluta til eða öllu leyti. Dómnefndarfulltrúar voru tilnefndir af verkkaupa og Arkitektafélagi Íslands og hófust dómstörf í júní 2020 eftir að skilafresti tillagna lauk.

Innsendar tillögur voru tólf og reyndust tíu uppfylla skilyrði samkeppnislýsingarinnar og voru teknar til dóms.

Verðlaunaathöfnin verður á morgun, föstudaginn 3. júlí kl. 15 í Kapellunni á Heilsustofnun. Streymt verður frá athöfninni og má finna streymið hér.

Fyrri greinBryggjuhátíðin um helgina
Næsta greinLag tileinkað heimabænum á nýrri plötu Jökuls Loga