Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald

Frá vettvangi eldsvoðans á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í gær. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði nú í kvöld að karlmaður fæddur 1965 og kona fædd 1973 skuli sæta gæsluvarðhaldi í eina viku að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi.

Krafan var byggð á rannsóknarhagsmunum vegna rannsóknar á brunanum að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í gær.

Eftir vettvangsrannsókn lögreglu í dag kom fram rökstuddur grunur um að eldsupptökin séu af mannavöldum. Tvennt lést í eldsvoðanum en þau voru innlyksa á efri hæð hússins sem varð alelda á skömmum tíma.

Fyrri greinNöfn fólksins sem lést
Næsta greinÞrír Íslandsmeistarar í víðavangshlaupum