Úrskurðaður í nálgunarbann eftir líkamsárás

Karlmaður var handtekinn á Kirkjubæjarklaustri í síðustu viku vegna líkamsárásar og heimilisofbeldis.

Hann var fluttur í fangageymslu þar sem hann dvaldi á meðan frumrannsókn málsins fór fram.

Maðurinn var að henni lokinni brottvísað af heimili og úrskurðaður í nálgunarbann.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinReyndu að smygla miklu magni fíkniefna á Litla-Hraun
Næsta greinBókamarkaðurinn leitar að sjálfboðaliðum