Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. apríl

Öðrum manninum sem verið hefur í haldi lögreglu vegna rannsóknar andláts á sveitabæ í Biskupstungum hefur verið sleppt úr haldi.

Gerð hefur verið krafa um að hinn maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til mánudagsins 9. apríl kl. 16:00 á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er húsráðandi á bænum.

Klukkan 8:45 í morgun fékk lögreglan tilkynningu um að maður á sjötugsaldri hefði fundist látinn á sveitabæ í Biskupstungum. Ummerki eru um að átök hafi átt sér stað á vettvangi og voru tveir menn handteknir á vettvangi. Mennirnir þrír eru bræður og voru tveir þeirra gestkomandi hjá þeim þriðja.
Dánarorsök mannsins liggur ekki fyrir en réttarkrufning verður framkvæmd strax eftir helgi til að leiða hana í ljós.
UPPFÆRT KL. 22:30: Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist à kröfu lögreglustjórans à Suðurlandi um að manninum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 9. apríl næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Fyrri greinUmmerki um átök á vettvangi
Næsta greinNafn mannsins sem lést