Úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 13. júní

Mennirnir tveir sem eru grunnaðir um að hafa átt þátt í dauða samfanga síns á Litla-Hrauni voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 13. júní.

Farið var fram á gæsluvarðhald yfir mönnum í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Dómarinn tók sér frest til að kveða upp úrskurð og var það gert á Litla-Hrauni í morgunn. Ákveðið var að flytja mennina ekki í Héraðsdóm Suðurlands í morgunn eins og til stóð.