Urriðafoss kominn yfir 500 laxa

Við Ytri-Rangá. Mynd úr safni.

Urriðafoss í Þjórsá er ennþá aflahæsta laxveiðisvæði sumarsins en í gærkvöldi höfðu 502 laxar komið þar á land, en veitt hefur verið á fjórar stangir síðan í lok maí.

Eystri-Rangá nálgast nú toppsætið óðfluga en þar eru 405 laxar komnir á land en veitt er á 12 stangir á dag í ánni.

Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár eru í 164 löxum og í Ölfusá eru 42 laxar komnir á land. Þá eru 25 laxar komnir á land í Hvítá við Langholt.