Úr Bæ í Hús

Starfsfólk HÚS fasteignasölu. Á myndina vantar Hafstein Þorvaldsson, fasteignasala og Halldóru fasteignasala sem starfar í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Aðsend

Fasteignasalan Bær á Selfossi hefur skipt um nafn og mun framvegis heita HÚS fasteignasala. Þetta er til komið vegna breytinga á eignarhaldi á fasteignasölunni og verður stofan á Selfossi nú sjálfstætt rekin en var áður í sameiginlegum rekstri með Fasteignasölunni Bæ í Kópavogi.

Hús fasteignasala er í eigu Snorra Sigurfinnssonar, löggilts fasteignasala á Selfossi, sem var áður annar eiganda af Bæ. Fasteignasalan verður á sama stað og áður á Selfossi, að Austurvegi 26. Jafnframt verður skrifstofa í Ármúla 7 og útibú í Vestmannaeyjum. Hjá fasteignasölunni starfa alls átta starfsmenn með mikla reynslu af fasteignamarkaðnum og yfirgripsmikla þekkingu.

Hefur trú á markaðnum hér austan fjalls
„Við erum með góða starfsmenn og munum halda áfram á sömu braut og við höfum verið á og veita úrvals þjónustu við sölu fasteigna hér austan fjalls og annars staðar. Ég hef mikla trú á fasteignamarkaðnum hér austan fjalls líkt og síðustu ár en við munum eftir sem áður sinna öðrum markaðssvæðum. Í fasteignaviðskiptum eru að verða ákveðnar breytingar og má þar fyrst og fremst nefna rafrænar undirritanir á ýmis skjöl sem hafa færst í vöxt og einfaldað hlutina. Við munum svo sjá rafrænar þinglýsingar í komandi framtíð. Það er búin að vera mikil spenna á fasteignamarkaðnum hér austan fjalls síðustu ár og alveg magnað að sjá þessa gríðarlegu uppbyggingu í samfélaginu okkar,“ segir Snorri Sigurfinnsson, eigandi HÚS fasteignasölu.

Fyrri greinEldri íbúar, eldri Ár-borgarar!
Næsta greinÁfram Árborg kynnir stefnumálin