Upptök eldsins í gasbúnaði

Lögregla telur að upptök eldsins sem kviknaði í hjólhýsi í Þjórsárdal aðfaranótt sl. laugardags hafi verið út frá gasbúnaði í ísskáp hjólhýsisins.

Kona á áttræðisaldri lést í brunanum en sambýlismaður hennar slapp með naumindum út. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður en hann fluttur á slysadeild, með brunasár á andliti og höndum.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fór með rannsókn slyssins en auk þess komu að rannsókninni tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kennslanefnd ríkislögreglustjóra.

Fyrri greinPeningaseðlar fundust í Hveragerði
Næsta greinGríðarleg umferð á Hellisheiði á laugardaginn