Uppstillingarnefnd leggur til prófkjör

Uppstillingarnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg ákvað á fundi sínum í morgun að leggja til að viðhaft verði prófkjör til uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningum í maí næstkomandi.

Tillaga uppstillingarnefndarinnar verður lögð fyrir fund fulltrúaráðs sem haldinn verður þann 23. janúar næstkomandi í Óðinsvé á Selfossi.

Sveitarstjórnarkosningarnar verða þann 31. maí næstkomandi.

Í síðustu kosningum skipuðu Eyþór Arnalds og Elfa Dögg Þórðardóttir efstu sæti listans sem fékk á endanum fimm menn kjörna. Eyþór hyggst ekki bjóða sig fram núna og Elfa Dögg sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum á yfirstandandi kjörtímabili og hætti í bæjarstjórn.

Aðrir bæjarfulltrúar D-listans í Árborg eru Ari Björn Thorarensen, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Gunnar Egilsson og Kjartan Björnsson, en Kjartan kom inn í bæjarstjórn eftir að Elfa Dögg hætti.

Fyrri greinÖruggt hjá FSu gegn Vængjunum
Næsta greinHamar tapaði gegn toppliðinu