Uppstilling hjá Miðflokknum

Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason.

Stjórnir kjördæmafélaga Miðflokksins hafa ákveðið aðferð við val á lista fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 25. september næstkomandi.

Uppstilling verður viðhöfð í öllum kjördæmum og munu uppstillingarnefndir taka til starfa á næstu dögum. Samhliða því verður auglýst eftir framboðum á heimasíðu flokksins.

Miðflokkurinn á tvo þingmenn í Suðurkjördæmi á yfirstandandi kjörtímabili, þá Birgi Þórarinsson, sem leiddi lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum og Karl Gauta Hjaltason, sem leiddi lista Flokks fólksins í kosningunum 2017 en gekk síðan til liðs við Miðflokkinn snemma árs 2019 eftir að hafa verið rekinn úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins.

Fyrri greinTvö ný smit á Suðurlandi
Næsta grein„Sjálfbærni er ekki einstaklingsverkefni“