Uppskriftaleikur Krúsku farinn af stað

Veitingahúsið Krúska hefur hleypt af stokknum uppskriftaleik, þar sem allir landsmenn geta tekið þátt.

„Við hjá Krúsku viljum með þessum leik vinna að sameiginlegu átaki þjóðarinnar, um aukna vitund um tengsl mataræðis og heilsu. Að næsta kynslóð byggi upp líf sitt af góðum grunni,“ sagði Theodóra Björk Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Krúsku, í samtali við sunnlenska.is.

Þáttakendur senda inn sína uppáhalds hollustuuppskrift, forrétt, aðalrétt, eftirrétt eða meðlæti á kruska@kruska.is og vikulega verður besta uppskriftin valin og elduð fyrir vinningshafann sem getur boðið fjórum vinum með sér í mat.

Bestu uppskriftirnar lenda síðan í potti sem verður dregið úr í lokin og fær vinningshafi tveggja daga dvöl á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í lúxuxíbúð með flottu fæði og nuddmeðferð.