Uppskeruhátíð í dag

Í dag verður árviss Uppskeruhátíð haldin á Flúðum og nágrenni. Fjölbreytt dagskrá verður í boði um alla sveit í dag.

Samhliða hátíðinni fer fram íþróttaviðburinn Uppsveitahringurinn, hjólreiðar og hlaup um uppsveitir Árnessýslu.

Að sögn hátíðarhaldara er lögð áhersla á Matarkistuna Hrunamannahreppi, en fjölbreytt úrval matvæla er framleitt á þessum slóðum: grænmeti, mjólkurvörur, kjöt og sitthvað fleira af fullunnum vörum. Auk þess kynnir hæfileikaríkt handverksfólk sína framleiðslu. Miðpunktur dagskrárinnar er Matarkistumarkaður í félagsheimilinu milli kl 12 og 17.

Í Uppsveitahringnum verða eftirfarandi leiðir: 10 km hlaup, 46 km hjólreiðar og 10 km hjólreiðar sem er ný grein í Uppsveitahringnum í ár. Í hlaupinu og 10 km hjólreiðunum verður lagt af stað frá Reykholti og endað á Flúðum.

Fyrri greinAftur tapaði Selfoss með einu
Næsta greinRútuferð – uppspretta hugmynda