Uppskeruhátíð 5. september

Árviss uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi verður haldin laugardaginn 5. september.

Þá verður markaður í félagsheimilinu á Flúðum kl. 12 til 17 þar sem hægt er að fá brakandi ferska uppskeru frá garðyrkjubændum, ásamt gómsætum vörum beint frá býli enda er Hrunamannahreppur sannkölluð matarkista.

Opin hús, sýningar og handverk úr heimabyggð ásamt tilboðum á veitingastöðum.

Dagskráin hefst með uppskerumessu í Hrunakirkju kl. 11.

Fyrri greinLandpóstum fækkað á Suðurlandi
Næsta greinUmhverfisverðlaun á þrjá staði