Upprættu umfangsmikla kannabisræktun í gróðurhúsi

Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi hefur nú til rannsóknar all umfangsmikla framleiðslu á kannabisefnum í gróðurhúsi í Árnessýslu.

Við húsleit lögreglu í lok febrúar var hald lagt á nokkur hundruð kannabisplöntur í ræktun auk búnaðar til ræktunar. Auk þess voru haldlögð á annan tug kílóa af kannabisefnum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að enginn sé í haldi vegna málsins en nokkrir einstaklingar hafa réttarstöðu grunaðra við rannsóknina, sem miðar vel.

Fyrri greinFramtíð „Stóra plokkdagsins“ er björt
Næsta greinFluttur með þyrlu eftir bílveltu á Kjalvegi