Í gær komust lögreglumenn á Suðurlandi á snoðir um kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þorlákshöfn.
Við nánari athugun kom í ljós að í húsnæðinu voru tæplega 300 kannabisplöntur.
Tveir aðilar voru handteknir á vettvangi og eru þeir grunaðir um ræktunina.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

