Upprættu kannabisræktun í Þorlákshöfn

Lög­regl­an á Suður­landi lagði hald á 68 kanna­bis­plönt­ur og 154 græðlinga í Þor­láks­höfn í há­deg­inu í gær. Hús­ráðandi, karl­maður á fimm­tugs­aldri, gekkst við brot­inu við yf­ir­heyrslu lög­reglu og var sleppt strax að henni lok­inni.

mbl.is greinir frá þessu.

Lög­regl­an lagði einnig hald á búnað til kanna­bisrækt­un­ar í hús­inu. Í hús­inu fannst 20 lítra fata og í henni um það bil eitt til tvö kíló af kanna­bis lauf­um til­bún­um til neyslu. Af magn­inu að dæma hef­ur rækt­un­in ekki verið ætluð ein­göngu til heima­brúks, að sögn lög­reglu.

Frétt mbl.is

Fyrri greinStokkseyri fékk Elliðaskell
Næsta greinFögnum með Moniku og Hagalín