Upplýsingaskilti um brunninn í Tungu

Félagarnir Theodór A. Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson á Hvolsvelli hafa nýlega lokið verkefni sem lýtur að vatnsbrunni við gamla bæinn í Tungu í Fljótshlíð, sem þeir hafa gert upp.

Þá hafa þeir líka búið til upplýsingaskilti um staðinn og brunninn. Brunnurinn er fjögurra metra djúpur og er þar að finna ískalt og kristaltært vatn.