Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Pennanum/Eymundsson

Brúarstræti 6 á Selfossi, hvar Penninn/Eymundsson og upplýsingamiðstöð ferðamanna eru til húsa. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Pennan/Eymundsson um að reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Selfossi. Upplýsingamiðstöðin er staðsett í verslun Pennans/Eymundsson við Brúarstræti 6.

Samningurinn gildir út árið 2022 og fyrir þjónustuna greiðir sveitarfélagið Pennanum/Eymundsson 1,2 milljónir króna árið 2021 og rúmlega 4,8 milljónir króna árið 2022. Greiðslunum ætlað að standa straum af öllum rekstrarkostnaði upplýsingamiðstöðvarinnar. Að auki leggur Árborg til tölvu fyrir starfsmann og einn upplýsingaskjá.

Upplýsingamiðstöðin er opin kl. 9 til 18 á virkum dögum og kl. 10 til 16 um helgar. Markmið með henni er að veita upplýsingar til innlendra og erlendra ferðamanna um Árborg og Flóahrepp og helstu náttúruperlur Suðurlands, ásamt því að vera í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Upplýsingamiðstöðin hefur undanfarin ár verið staðsett í Bókasafni Árborgar á Selfossi.

Fyrri greinÖflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi
Næsta greinStórsveit Íslands með tónleika í Þorlákshöfn