Upplýsingamiðstöð ferðamanna opnuð í Hótel Selfossi

Upplýsingamiðstöð Árborgar opnaði í gær í nýju húsnæði á Hótel Selfoss. Miðstöðin er staðsett við gamla innganginn á móts við bílastæðið.

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við fyrirtækið Iceland Forever ehf. sem er í eigu Heiðars Guðnasonar og Helgu Gísladóttur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar en samhliða henni reka þau bókunarþjónustu.

Við opnunina var skrifað undir samninga þess efnis en Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar skrifuðu undir f.h. sveitarfélagsins.

Með þessu breytta rekstrarfyrirkomulagi á upplýsingamiðstöðinni er það von sveitarfélagsins að hægt sé að bæta þjónustu hennar enn frekar og auka opnunartímann svo það henti ferðamönnum betur.

Fyrri greinHöfðingleg gjöf til leikskóladeildar Víkurskóla
Næsta greinHæsta aðaleinkunn í sögu ML