Upplýsingamiðstöðin á nýjum stað

Upplýsingamiðstöð Suðurlands og Pósturinn hafa nú opnað á nýjum stað í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði.

Á vef Hveragerðisbæjar kemur fram að undanfarið hafi viðskiptavinir gripið í tómt á gamla staðnum í Sunnumörk og margir jafnvel óttast að þjónustan væri horfin af vettvangi.

Slíkt er þó alls ekki raunin heldur hefur Upplýsingamiðstöðin fengið allt annað og betra yfirbragð þar sem Sparisjóðurinn var áður með afgreiðslu. Miklu léttara er yfir ásýnd rýmisins og rúmbetra fyrir viðskipavini sem aftur mun skila sér í enn betri þjónustu við þá fjölmörgu sem átt hafa góð viðskipti við Upplýsingamiðstöðina í gegnum tíðina.