Upplýsingafundur um Ísland og ESB

Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í samningaviðræðum Íslands og ESB mun halda upplýsingafund um stöðu umsóknarferlisins og verkefnin á Hótel Selfoss í kvöld kl. 20.

Stefán Haukur hefur á undanförnum vikum og mánuðum haldið svipaða fundi á vegum hagsmunasamtaka af ýmsu tagi, skóla og sveitarfélaga.

Tilgangur fundarins er að upplýsa um stöðu ESB umsóknarferlisins og verkefnin framundan.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

Fyrri greinNoroveirusýking á HSu
Næsta greinArndís Harpa hættir í BES