Uppfært í appelsínugula viðvörun

Mynd/Veðurstofan

Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun dagsins fyrir Suðurland. Appelsínugul viðvörun tekur gildi kl. 16:00 og gildir til miðnættis.

Líkur eru á mikilli snjókomu og lélegu skyggni og búast má við talsverðum samgöngutruflunum.

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, tryggja öryggi á ferðum og leggja fyrr af stað heim ef ferðast þarf yfir Hellisheiði eða Reykjanesbraut þar sem snjókoman gæti aukist hratt síðdegis. Ekki leggja af stað á illa búnum bílum.

Nú þegar er gul viðvörun í gildi og þegar þeirri appelsínugulu linnir tekur aftur við gul viðvörun til klukkan 11 í fyrramálið.

Fyrri greinSelfyssingar fjölmenntu á afmælismót JR
Næsta greinHarpa Elín hlaut Menningarverðlaun Suðurlands 2025