Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvaranir fyrir þriðjudaginn 3. júní. Gefin hefur verið út gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassrar norðanáttar.
Viðvörunin á Suðurlandi gildir frá kl. 3 aðfaranótt þriðjudags og fram að miðnætti.
Búast má við 13-20 m/sek og hviðum yfir 25 m/sek. Aðstæður verða varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig vind og fok á lausamunum er líklegt. Fólki er ráðlagt að tryggja nærumhverfi sitt.
Áður hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun fyrir Suðausturland vegna norðan storms sem gildir frá kl. 2 eftir miðnætti og til kl. 15 á þriðjudag. Vindhviður yfir 40 m/sek og hvassast austan Öræfajökuls.