Uppfært: Hríðarveður í Mýrdalnum til morguns

Í Mýrdal verður hríðarveður meira eða minna til morguns og slæmt skyggni einkum á veginum yfir Reynisfjall.

Frá Veðurstofunni:
Hægt minnkandi vindur á landinu og enn frekar hlýnandi um landið vestanvert. Áfram verður stormur með suðurströndinni. Reikna má með hviðum, 30-40 m/s, í Öræfum og eins undir Eyjafjöllum. Einnig í Mýrdal og þar verður að auki hríðarveður meira eða minna til morguns og slæmt skyggni einkum á veginum yfir Reynisfjall.

Veðurspá: Austan 15-23 m/s, hvassast við S-ströndina. Dálítil snjókoma og slydda með köflum og rigning syðst. Hiti víða 0 til 5 stig.

Frá Vegagerðinni:
Það eru hálkublettir á Hellisheiði og Sandskeiði. Hálkublettir og éljagangur er á Mosfellsheiði. Óveður er undir Eyjafjöllum.

UPPFÆRT 17:36

Fyrri greinArnar Geir stuðningsmaður ársins
Næsta greinSérsveitin aðstoðaði við handtöku í Ölfusinu