Uppfært: Hellisheiði og Þrengsli lokuð

Búið er að loka vegunum um Hellisheiði og Þrengsli. Þungfært er víða í uppsveitum, á Biskupstungnabraut, Skeiða- og Hrunamannavegi og Þingvallavegi meðal annars.

Á Þingvallavegi sitja fastir ökumenn og farþegar þeirra, innlendir sem erlendir. Þá hefur fjöldi ferðamanna haldið til við Gullfoss og Geysi og komst hvorki lönd né strönd.

Að sögn lögreglu er mikið álag á björgunarsveitum og öðrum viðbragðsaðilum þessa stundina og vill lögreglan ítreka að fólk sé ekki á ferðinni að óþörfu.

Í Þrengslunum eru fastar þrjár fólksbifreiðar og ein hópferðabifreið með erlenda ferðamenn. Verið er að senda björgunarsveitir þeim til aðstoðar.

Á Suðurlandi en er þæfingsfærð með skafrenningi frá Þjórsá að Hvolsvelli einnig efst á Landvegi. Óveður er undir Ingólfsfjalli og undir Eyjafjöllum.

Hálka eða snjóþekja er með suðausturströndinni og sumstaðar éljar.

Búist er við vonskuveðri frá því eftir hádegi fram á nótt. Skyggni verður lélegt vegna snjókomu og skafrennings og má búast við samgöngutruflunum á láglendi sem og á fjallvegum. Veðrið gengur yfir S- og V-lands í kvöld en um miðnætti NA-lands.

UPPFÆRT 20:48
Fyrri greinHvessir ört um hádegisbil
Næsta grein„Ekki láta pirring eða reiði bitna á starfsfólkinu“