,,Uppbyggingastefnan að skila sér”

Lokaveiðitölur úr Stóru-Laxá sýna að þar veiddust 673 laxar og 44 urriðar í sumar, alls 717 fiskar. „Við erum mjög sátt við þetta og þetta var í raun frábær árangur.

Við teljum að uppbyggingastefnan sé að skila sér,” sagði Esther Guðjónsdóttir, formaður veiðifélagsins í samtali við Sunnlenska.

Á síðasta ári veiddust 766 fiskar eða heldur fleiri en í ár. Esther tók þó fram að veiðin í ár er yfir meðallagi.

Skylt er að sleppa öllum fiskum yfir 70 sm í Stóru-Laxá og þá má hver stöng aðeins taka einn fisk á dag. Esther taldi að sleppingar væru það miklar að á milli 80 og 90% fiska væri í raun sleppt. Samkvæmt veiðibók voru í sumar 244 laxar yfir 70 sm en hafa verður í huga að ekki er allt skrifað. Þar af voru tveir laxar 100 sm. Eftir því sem komist verður næst var 570 löxum sleppt aftur en um 150 hirtir.

Fyrri greinVetrarkvíði í Sandvíkurhreppi
Næsta greinMargt fé í sameiginlegri skilarétt