Uppbygging á hlývatnseldi á Flúðum

Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf og Matís ohf undirrituðu í vikunni viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski.

Uppbyggingin verður unnin í samstarfi við Orkustofnun þar sem stofnunin verður leiðbeinandi og ráðgefandi.

Í fréttatilkynningu frá þessum aðilum segir að nýting á jarðhita og raforku skipti miklu fyrir atvinnulíf í Hrunamannahreppi. Hlývatnseldi byggir á nýtingu á volgu vatni og raforku auk þess sem sérlega er hugað að sjálfbærni og vistvænum framleiðsluaðferðum. Slík uppbygging í orkufrekum matvælaiðnaði fellur vel að nýtingaráformum á orku- og jarðhita, öðrum matvælaiðnaði og matvælatengdri ferðamannaþjónustu í sveitarfélaginu.

Gert er ráð fyrir að á annan tug nýrra starfa skapist við sjálft hlývatnseldið, auk þess sem fjöldi afleiddra starfa munu fylgja í kjölfarið.

Fyrri greinÖruggt hjá Árborg
Næsta greinKosningavaka sunnlenska.is í kvöld