Unnur Brá vill 2. sætið

Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður á Hvolsvelli, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninganna 2013.

„Ég hef átt afar gott samstarf við kjósendur í Suðurkjördæmi og vonast til að fá áframhaldandi umboð til að vinna að þeim verkefnum sem framundan eru. Málefni kjördæmisins eru mér hugleikin og brýn þörf er á stefnubreytingu stjórnvalda í garð þess,“ segir Unnur Brá meðal annars í fréttatilkynningu.

Unnur Brá tók sæti á Alþingi árið 2009. Hún hefur verið 6. varaforseti Alþingis, setið í iðnaðarnefnd, menntamálanefnd, velferðarnefnd og félags- og tryggingamálanefnd auk þess sem hún átti sæti í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis .

Fyrri greinFundu 40 kindur á lífi
Næsta greinSagðist taka lögreglustöðina eignarnámi