Unnur Brá kjörin formaður nefndar um Hoyvíkursamninginn

Unnur Brá Konráðsdóttir, 4. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins er orðin formaður í þingmannanefnd um Hoyvíkursamninginn, fríverslunarsamning Íslands og Færeyja.

Unnur Brá tók við formennsku í nefndinni á fundi hennar í Grindavík þann 29. janúar síðastliðinn. Jørgen Niclasen, þingmaður færeyska þingsins, tók við varaformennsku nefndarinnar.

Á fundinum óskaði þingmannanefndin eftir því við utanríkisráðuneyti landanna tveggja að þau ynnu sameiginlega skriflegt mat á 10 ára samstarfi landanna undir Hoyvíkursamningnum fyrir árslok 2016. Einnig óskaði nefndin eftir því við ráðuneytin að þau skilgreindu betur hlutverk þingmannanefndarinnar.

Fulltrúi utanríkisráðuneytis Íslands upplýsti nefndina um starf embættismannanefndar um Hoyvíkursamninginn á árinu 2015 og það sem framundan er á árinu 2016, þar á meðal er varðar undirbúning viðskiptaráðstefnu í tilefni af 10 ára afmæli samningsins.

Fyrri greinOpið um Hellisheiði og Þrengsli
Næsta greinGríðarleg fjölgun útgefinna leyfa til gististaða