Unnu til verðlauna í Gaman Saman

Verðlaunaafhending fyrir fjölskylduleikinn „Gaman Saman“ fór fram fyrir skömmu en leikurinn var hluti af bæjarhátíðinni Vor í Árborg sem fram fór í apríl síðastliðnum.

Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri, afhenti vinningana en þrír heppnir þátttakendur sem tóku þátt í sex eða fleiri viðburðum fengu verðlaun auk tveggja sem fengu þátttökuverðlaun.

Þau þrjú sem fengu aðalverðlaunin eru Nökkvi Marel Böðvarsson, Birna Marín Halldórsdóttir og Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir.

Aukaverðlaunin fór til systkinanna Friðriks og Agnesar Ragnarsbarna.

Í frétt frá sveitarfélaginu Árborg segir að fjöldi vegabréfa hafi skilaði sér inn eftir hátíðina og gaman að sjá hvað þátttakan var góð en vinningshöfum þetta árið er óskað kærlega til hamingju.

Fyrri greinBjörn í Úthlíð sæmdur riddarakrossi
Næsta greinHjólabrettasvæði sett upp í Hveragerði