Unnið að endurbótum í Laugaskarði í vetur

Sundlaugin Laugaskarði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Hveragerðisbær hefur boðið út endurbætur á sundlauginni Laugaskarði sem vinna á við í vetur.

Endurnýja á búningsklefa sundlaugarinnar í heild sinni, skipta um gólfefni og endurnýja lagnir og loftræstikerfi.

Tilboð í verkið verða opnuð í byrjun september en verklok eru áætluð þann 1. apríl á næsta ári.