Unnið að eflingu hitaveitu í Ölfusi

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Umtalsverðar framkvæmdir eru nú í undirbúningi hjá Veitum er snúa að heitavatnsöflun í Ölfusi.

Þannig munu Veitur hefja vinnu við að setja niður borholudælu í heitavatnsholuna á Bakka þriðjudaginn 4. júní næstkomandi. Sjálfrennsli hefur verið úr holunni til þessa en með dælingu er fyrirhugað að auka afkastagetu veitunnar. Í beinu framhaldi verður dælustöðin á Bakka stækkuð svo aukið vatn skili sér alla leið til Þorlákshafnar.

Áætlað er að þessi verklota taki allt að þrjá daga og er viðbúið að notendur verði varir við skert afköst hitaveitunnar á framkvæmdatímanum enda þarf meðal annars að stöðva rennsli úr holunni um tíma. Sérstaklega má búa við skertri afhendingu til stórnotenda.

Fyrri greinMjólkurframleiðslu hætt í Skálholti
Næsta greinNýir rekstraraðilar að Stað