Unnið í árfarveginum

Þessa dagana er unnið að því að setja upp vegrið við Árveg á Selfossi, meðfram bakka Ölfusár.

Þar sem stutt er frá götunni að vestasta hluta vegriðsins þurfti að styrkja árbakkann. Beltagrafa frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða hefur þess vegna verið að athafna sig ofan í árfarveginum þar sem hún raðar stóreflis grjóthnullugum og öðru efni í bakkann.