Ungur maður grunaður um nettælingu gegnum tölvuleiki

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögregluembætti á Suður-og Vesturlandi hafa haft til rannsóknar brot ungs manns sem er grunaður um að hafa látið drengi senda sér nektarmyndir gegn því að borga fyrir þá viðbætur í tölvuleiki.

Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir þessu og í samtali við RÚV staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan hafi haft mál með þessari atvikalýsingu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst er maðurinn meðal annars grunaður um nettælingu og brot gegn barnaverndarlögum og hafa meint brot hans meðal annars ratað inn á borð lögregluembættisins á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestmannaeyjum og Selfossi.

Frétt RÚV