Ungt barn brenndist á fótum

Ungt barn brenndist, fyrsta- og annarsstigs bruna á fótum á föstudag í íbúðarhúsi á Selfossi.

Barnið hafði náð að grípa í pott á eldavél með þeim afleiðingum að heitt vatn fór yfir fætur þess.

Barnið var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans.

Fyrri greinKonan fundin heil á húfi
Næsta greinDagbók lögreglu: Ferðamaður fauk um koll