Ungt barn borðaði uppþvottaduft

Níu mánaða gamalt barn í Hveragerði var flutt á sjúkrahús síðdegis í dag þar sem það hafði borðað þvottaduft fyrir uppþvottavélar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór betur en á horfðist og er ekki talið að barninu hafi orðið meint af.

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Selfossi og fór bæði lögregla og sjúkrabíll á staðinn.